Rannsókn á afleiðingum atvinnuleysis

49. fundur
Mánudaginn 09. nóvember 1992, kl. 15:33:33 (1996)

     Flm. (Svavar Gestsson) (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég tek eindregið undir þau orð sem hv. 5. þm. Suðurl. flutti áðan og ég vil einnig

gagnrýna þann tón sem kemur fram í ræðu hæstv. utanrrh. í garð þingmanna, þessi hroka- og valdboðstónn sem birtist af hans hálfu nú eins og oft áður.
    Það sem ég vildi hins vegar leggja til þessarar þingskapaumræðu var það að mér er kunnugt um að tveir hv. þm., sem báðir eru varaþingmenn og eiga báðir sæti í stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs, eru næstir á mælendaskrá. Ég vil leyfa mér að beina því til forseta og hv. 5. þm. Suðurl. hvort ekki gæti verið samkomulag um að þessir tveir hv. þm. fengju að leggja hér orð í belg af því að þeir hafa örugglega ýmislegt fróðlegt að segja um þá stöðu sem Atvinnuleysistryggingasjóður stendur frammi fyrir auk annarra vandamála sem atvinnuleysið hefur í för með sér.