Vegáætlun 1992

50. fundur
Þriðjudaginn 10. nóvember 1992, kl. 15:15:43 (2042)

     Árni Johnsen (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Þegar spurt er hvað menn vilji gera í staðinn fyrir það átak sem nú hefur verið ákveðið af ríkisstjórninni væri æskilegt að fá svör. Að vitna í tillögu Ferðamálaráðs er ágætt út af fyrir sig en þar eru ótal margar spurningar sem eru háðar mörgum þáttum þar sem ekkert er í hendi en flest má reikna eins og fugl í skógi. Þó það séu vel unnar tillögur er það meira spá en það sem menn geta reiknað með. Á tíma eins og nú, þegar ljóst er að það þarf átak nú þegar eru menn að bregðast við. Það er engin spurning að hverju er gengið. Þess vegna dettur manni í hug hvort menn ætlist til þess að maður hlaupi út í glugga og gái hvort einhver atvinnutækifæri eða möguleikar komi hlaupandi. Það er líklega enginn að tala um það. Hér eru klárir og kvittir hlutir.