Vegáætlun 1992

50. fundur
Þriðjudaginn 10. nóvember 1992, kl. 15:36:25 (2050)

     Árni Johnsen (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég sá engin rök fyrir því að hv. 4. þm. Norðurl. e. væri að hnýta í þingmenn Suðurl. vegna stöðu og framkvæmda í vegamálum. Það er rétt að á ákveðnu tímabili var skuldastaða slæm vegna vegaframkvæmda í Suðurlandskjördæmi en hún dróst ekki með neinum hala í mörg ár. Þetta var bundið við tvö verkefni sem voru bygging brúar yfir Ölfusá við Óseyrarnes og vegarlagning yfir Mýrdalssand sem voru mjög brýn verkefni. Vegarlagning yfir Mýrdalssand var kannski einn af síðustu erfiðu hlekkjunum á eðlilegum hringvegi.
    Varðandi spurningu hv. þm. um það hvort smíði og endurnýjun Herjólfs hafi verið til góða, þá er það auðvitað engin spurning. Ef fyrrv. samgrh. hefði staðið faglegar að því máli, svo ekki sé meira sagt, hefði framtíð þeirrar þjónustu staðið á traustari fótum en nú er, þ.e. ef valin hefði verið leið sérfræðinga en ekki póltísk geðþóttaákvörðun.