Hafnalög

50. fundur
Þriðjudaginn 10. nóvember 1992, kl. 18:34:01 (2097)

     Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar) :
    Herra forseti. Hv. þm. nefndi þá höfn sem síst þarf á því að halda að fara í samvinnu við aðra aðila um stofnun hlutafélags um höfnina. Auðvitað hefur Reykjavíkurborg allan hagnað og arð af höfninni eins og hún er nú og þarf ekki að fara í samvinnu við aðra um rekstur hennar eða uppbyggingu. Á hinn

bóginn eru ýmsar aðrar hafnir hér á landi sem hafa átt í erfiðleikum með að afla fjár til framkvæmda og rekstrar. Það hefur orðið þungur baggi á sveitarfélögunum að standa undir brýnum þörfum þeirra og það hversu óskipulega oft og tíðum hefur verið unnið að þeim málum á landsvísu og tilviljanakennt, að samvinna hafnanna hefur ekki orðið eins mikil og við hefðum kosið. En auðvitað eru hafnasamlögin og þessar nýju hugmyndir allar til þess fallnar að draga úr bæði stofn- og rekstrarkostnaði slíkra mannvirkja.