Eftirlit með skipum

50. fundur
Þriðjudaginn 10. nóvember 1992, kl. 18:43:46 (2100)


     Stefán Guðmundsson :
    Virðulegi forseti. Það vill svo til að ég á sæti í samgn. og málið kemur þangað. Þess vegna skal ég vera stuttorður enda eru ekki margir hér eins og hv. þm. sagði áðan.
    Í athugasemdum við frv. segir, með leyfi forseta:
    ,,Frumvarp til laga um eftirlit með skipum var lagt fram á 113. löggjafarþingi 1990 og 115. löggjafarþingi 1991, . . .  `` Málið hefur því ekki náð fram að ganga á þessum þingum.
    Ég trúi því varla að það geti verið að hæstv. núv. samgrh., sem þá var þingmaður og er enn í Norðurl. e., hafi sem óbreyttur og venjulegur þingmaður verið með athugasemdir við frv. þá þegar það var hér til meðferðar. Að vísu sat þá önnur ríkisstjórn og það gæti kannski hafa verið ástæðan fyrir því að þetta mál komst ekki í gegn á tveimur þingum. Nú er það flutt af hæstv. ráðherra samgöngumála, Halldóri Blöndal, nánast óbreytt frá því sem verið hefur á tveimur þingum.
    Ég veit að minni ráðherrans er gott, ég þekki það, þegar hann vill muna, og nú spyr ég ráðherrann: Man hann eitthvað út í þessi mál?