Sementsverksmiðja ríkisins

51. fundur
Miðvikudaginn 11. nóvember 1992, kl. 14:36:23 (2112)

     Össur Skarphéðinsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ótti hv. þm. Ingibjargar Pálmadóttur í tengslum við einokunaraðstöðu hinnar fyrirhuguðu Sementsverksmiðju hf. byggist á því að í krafti aðstöðu sinnar mundi fyrirtækið spenna upp verð. Nú er ljóst að megináhersluatriði í frv. sem liggur hér varðandi samkeppni og hringamyndun byggir einmitt á því að skapa þannig kringumstæður að hægt verði að hafa áhrif á og koma í veg fyrir að markaðsráðandi fyrirtæki geri einmitt það. Ef þetta frv. verður samþykkt og ef hún fellir sig við það frv. mun hún þá geta samþykkt að Sementsverksmiðjan verði gerð að hlutafélagi?