Stjórn fiskveiða

52. fundur
Fimmtudaginn 12. nóvember 1992, kl. 11:35:48 (2155)

     Finnur Ingólfsson :
    Virðulegi forseti. Ég held að kjarni þessa máls sé sá, hversu margir sem formennirnir eru í þeirri nefnd sem nú er að endurskoða skipulag um stjórnun fiskveiðanna, að það sem kemur fyrir þingið mun auðvitað verða borið fram á ábyrgð hæstv. sjútvrh. Sú stefnumótun sem inn í þingið kemur hlýtur að verða á ábyrgð hæstv. ráðherra. Því vil ég spyrja og mér finnst það þurfa að liggja skýrt fyrir í lok umræðu um þessa fsp. hvort afstaða hæstv. ráðherra til þeirra hugmynda sem Alþfl. hefur verið með um veiðileyfagjald sé ekki óbreytt. Hann hefur verið einn harðasti og ötulasti baráttumaður gegn þessu gjaldi á sjávarútveginn sem Alþfl. hefur viljað leggja á. Því spyr ég hvort hans afstaða sé ekki óbreytt í þeim efnum.