Sjávarútvegsstefna

52. fundur
Fimmtudaginn 12. nóvember 1992, kl. 11:53:41 (2163)

     Kristinn H. Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Sú fsp. sem hér var fram borin er ákaflega skýr. Hún spyr um aðalatriðin í stefnu. Svar hæstv. sjútvrh. er að fsp. sé varla þingtæk því að afmarka skuli efni hennar. Ég get ekki dregið aðra ályktun en þá að það sem er óskýrt sé ekki fsp. heldur stefna ríkisstjórnarinnar. Hún er ekki afmörkuð og því er erfitt fyrir hæstv. sjútvrh. að svara henni þar sem hann hefur ekki afmarkaða stefnu til að svara skýrri fsp.
    Ég vil eins og hv. 4. þm. Norðurl. v. mótmæla þeim ummælum ráðherrans að rekstrarstaða í sjávarútvegi hafi verið viðunandi fram til þessa og fyrst nú þurfi menn að bregðast við. Þetta er alveg fráleitt. Ætli menn að ná saman þjóðarsátt um aðgerðir nú þá þurfa þeir í fyrsta lagi að ná saman þjóðarsátt í Sjálfstfl. svo menn viti hver talar fyrir þann flokk og um hvað. Það næst aldrei fram nein þjóðarsátt um það að raska byggð í landinu með þeim hætti sem horfir í samkvæmt upptalningu hæstv. sjútvrh.