Staða loðdýrabænda

52. fundur
Fimmtudaginn 12. nóvember 1992, kl. 13:17:09 (2209)

     Jóhann Ársælsson :
    Virðulegur forseti. Ég fagna því að menn skuli vera komnir með tillögur í þessu efni, en ég tel að að einu leyti hefðu menn átt að gá að sér. Það er að því leytinu til að fleiri atvinnugreinar á Íslandi eru illa staddar. Ég hefði talið að þetta mál ætti að skoða í samhengi við það hvort menn ætla að gera t.d. eitthvað vegna fiskeldisins eða ætla menn kannski að yfirfæra þær hugmyndir, sem eru á bak við þær tillögur sem hér hafa verið ræddar, beint yfir á fiskeldið? Þá geta verið á ferðinni allháar upphæðir og þess vegna tel ég að hefði átt að skoða þessi mál í samhengi.