Veiting ríkisborgararéttar

53. fundur
Fimmtudaginn 12. nóvember 1992, kl. 13:34:06 (2211)

     Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) :
    Frú forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Þar er lagt til að 17 tilgreindum útlendingum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Þeir fullnægja allir þeim almennu skilyrðum sem hv. allshn. hefur sett varðandi veitingu ríkisborgararéttar og gert er ráð fyrir að gildandi ákvæði mannanafnalaga gildi um veitingu ríkisborgararéttar.
    Hér er um að ræða hefðbundið frv. Það hefur verið tíðkað á undanförnum árum að leggja tvisvar fyrir hvert þing tillögur um veitingu ríkisborgararéttar, á haustþingi og aftur á vorþingi. Þetta er fyrra frv. af tveimur sem lagt verður fyrir þetta þing.

    Ég vænti þess að hv. allshn. taki málð til umfjöllunar venju samkvæmt og legg til að málinu verði að lokinni umræðu vísað til 2. umr. og hv. allshn.