Skýrsla umboðsmanns Alþingis 1991

53. fundur
Fimmtudaginn 12. nóvember 1992, kl. 15:20:46 (2233)

     Frsm. allshn. (Björn Bjarnason) (andsvar) :
    Herra forseti. Vegna þessarar síðustu fyrirspurnar hv. 18. þm. Reykv. tek ég fram að umboðsmaður sinnir kvörtunum frá útlendingum og beinir málum þeirra í þann farveg sem samræmist íslenska stjórnkerfinu. Einnig er sá háttur hafður á hjá umboðsmanni að svara útlendingum á því máli sem þeir skrifa honum þannig að ekkert fari á milli mála og til að auðvelda þeim að fá úrlausn mála sinna.