Umboðsmaður barna

57. fundur
Fimmtudaginn 19. nóvember 1992, kl. 10:39:56 (2378)


     Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) :
    Herra forseti. Það er aðeins rétt að ítreka í tilefni af þeim orðum sem hér hafa fallið að sú ákvörðun var tekin að fela sifjalaganefnd að athuga málið frekar og gefa endanlegt álit um þetta úrræði. Það var talið rétt að ráðuneytið gengist fyrir gagnasöfnun fyrir nefndina. Að fengnu áliti sifjalaganefndar verður tekin endanleg ákvörðun um hvort slíkt embætti verður stofnað. Ég hygg að ekki sé ágreiningur um markmiðin og ekki sé ágreiningur í þinginu um þau meginsjónarmið sem eðlileg eru nú um stundir til að tryggja réttindi og heill barna í þjóðfélaginu. Ákvörðun var tekin um að gera á því frekari athugun hvort stofna ætti þetta embætti. Sú athugun stendur yfir og ég skal fyrir mitt leyti beita mér fyrir því að sifjalaganefnd hraði sinni niðurstöðu þannig að hún komi sem fyrst og við getum tekið endanlegar ákvarðanir í framhaldi af því.