Ljósleiðarar

57. fundur
Fimmtudaginn 19. nóvember 1992, kl. 10:46:15 (2381)

     Kristinn H. Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Það er tvennt sem mig langar til að spyrja um. Fyrra atriðið er hversu stór hluti af heildarkostnaðinum er frá NATO, stofnframlag frá NATO sem upplýst var að hefði tekið þátt í stofnkostnaði. Í öðru lagi langar mig að benda á að samkvæmt þeirri gjaldskrá sem gildir um ljósleiðara er mér sagt að hann sé það hár að sjónvarpsstöðvar veigri sér við því að senda efni eftir ljósleiðurum milli landshluta, t.d. frá Akureyri til Reykjavíkur. Ég vil spyrja ráðherra hvort í undirbúningi séu breytingar á þeirri gjaldskrá.