Viðskipti Stofnlánadeildar og loðdýrabænda

57. fundur
Fimmtudaginn 19. nóvember 1992, kl. 11:03:00 (2391)

     Fyrirspyrjandi (Össur Skarphéðinsson) :
    Virðulegi forseti. Ég tel að það sé allverulega þungur áburður að vera sakaður um það hér að standa í einhverju leikriti með hæstv. landbrh. (Gripið fram í.) Það er vegna þess, hv. þm. Ólafur Ragnar Grímsson, að þrátt fyrir mikla burði ráðherrans, þá hefur hann aldrei sýnt nein tilþrif á leiksviðinu eins og ég og hv. þm. Ólafur Ragnar gátum hins vegar þegar við vorum í menntaskóla fyrr á öldinni. En þetta er auðvitað alvarlegur áburður vegna þess að það er verið að segja að við séum að koma með eitthvert leikrit þegar það eina sem við erum að gera er að reyna að ljúka vanda loðdýrabænda. Ég tel það vera alvarlegan áburð. Ég er hér að reyna að ljúka ákveðnu máli sem ég ber umhyggju fyrir. Ég ber umhyggju fyrir þessum fjölskyldum og ég er viss um það að hv. þm. Jóhannes Geir ber svipaða umhyggju fyrir þessum bændum og ég frábið mér svona ávirðingar, ágæti þingmaður.