Lánasjóður íslenskra námsmanna

58. fundur
Fimmtudaginn 19. nóvember 1992, kl. 14:04:12 (2444)

     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Þetta er allt rétt hjá hv. 17. þm. Reykv. Það sem þarna er um að ræða er í fyrsta lagi lögin. Í öðru lagi er það framkvæmd laganna sem ég gagnrýndi mjög rækilega í ræðu sem ég flutti þegar ég mælti fyrir frv. sem við alþýðubandalagsmenn flytjum í þinginu um þessi mál þar sem ég gagnrýndi stjórn lánasjóðsins og vinnubrögð hennar við setningu úthlutunarreglna sem eru fyrir neðan allar hellur. Í þriðja lagi eru það auðvitað skólagjöldin. Ég þekki dæmi þess að þau hafa hrakið fólk frá námi. Það er rétt.
    Má ég, hæstv. forseti, þá skilja ræðu hv. þm. svo að hann hafi lagst í sveit með því liði sem vill breyta þessu öllu, lögunum, úthlutunarreglunum og ákvæðunum um skólagjöld?