Lánasjóður íslenskra námsmanna

58. fundur
Fimmtudaginn 19. nóvember 1992, kl. 14:35:06 (2451)

     Flm. (Finnur Ingólfsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það kom fram í máli hæstv. menntmrh. að stjórn lánasjóðsins hefði tekið þessar ákvarðanir. Það er dálítið mikill munur á því eða því sem hæstv. menntmrh. svaraði við 2. umr. við afgreiðslu málsins. Það sem hæstv. ráðherra sagði var að það yrði lánað yrði fyrir skólagjöldum og það yrði lánað fyrir ferðakostnaðinum. Til þess að upplýsa hæstv. ráðherra um það, þá leitaði ég eftir þeim upplýsingum hjá Flugleiðum og Ferðaskrifstofu stúdenta hvaða fargjöld það væru sem námsmenn væru að taka. Og vera að tala um einhver fargjöld á Sagaklass. Ég þekki þau ekki. Námsmenn þekkja þau ekki. Ráðherrarnir í ríkisstjórninni hygg ég hins vegar að þekki fargjöldin á Sagaklass. Þau eru ekki þessi, hæstv.

menntrmh, þau eru miklu, miklu hærri en hér um ræðir. Það er auðvitað viss ósvífni sem felst í því að vera að blanda þeirri umræðu hér inn hvort námsmenn séu, eins og hæstv. menntmrh. lét liggja að, að ferðast á Sagaklass. Það er af og frá. Þeir leita hagstæðustu leiða í að ferðast milli landa. Ég er sannfærður um það.
    En það er þá skýrt eins og ég skil það a.m.k. að það var stjórn lánasjóðsins sem tók þessar ákvarðanir og eins og ég skil, þá tók hún ekkert tillit til þess sem hæstv. menntmrh. sagði um þessi mál við umræðuna í þinginu.