Ferðamál

58. fundur
Fimmtudaginn 19. nóvember 1992, kl. 17:18:50 (2514)


     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hv. 17. þm. Reykv. staðfesti reyndar það sem ég hélt fram í ræðu minni áðan þegar hann nefndi að hann væri tilbúinn til að breyta ákveðnum fyrirtækjum ríkisins í hlutafélag en síðan færi það eftir efnum og ástæðum hverju sinni hvort þau yrðu seld. Ég hygg reyndar að ég og hv. 17. þm. Reykv. séum sammála um það að á næsta ári séu hvorki efni né ástæður til þess að selja Búnaðarbankann á innlendum markaði. Í ljósi þess er sá málflutningur stjórnarliða, sem ætla að nota hlutfall af þeirri sölu til eflingar rannsókna og þróunar, orðagjálfur eins og ég sagði áðan.
    Ég ætla hins vegar ekki að svara fyrir hv. 1. þm. þessarar tillögu. Ég hygg, hv. þm. Össur Skarphéðinsson, að hún sem kom í fyrsta sinn inn á Alþingi hafi tekið nokkurt mark á þeirri tölu sem stóð í fjárlögunum að verja ætti ákveðinni fjárhæð til rannsókna og þróunarstarfs því að sá fyrirvari er ekki augljós nema menn fari í það að lesa skýringarnar með frv.