Tilkynning frá ríkisstjórninni

60. fundur
Þriðjudaginn 24. nóvember 1992, kl. 14:12:02 (2538)


     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Frú forseti. Það er alveg rétt að ég hef oft haft efasemdir um gildi sjóða af þessu tagi. Ég sagði það þegar sú spurning kom upp í fyrra að þetta væri umhugsunarefni en ég teldi eigi að síður að aðstaðan í sjávarútveginum væri með þeim hætti að það væri rétt að kanna til þrautar hvort ekki yrði komið við sérstökum sjóði sem tæki fyrir úreldingu í fiskvinnslu eins og átt hefur sér stað í útgerðinni. Og við þær aðstæður sem við búum við í dag þá tel ég þetta vera skynsamlegt, að sjóðurinn og allar þær ráðstafanir í heild sem honum tengjast og ákveðnar hafa verið í þessu samhengi styrki stöðu sjávarútvegsins.