Tilkynning frá ríkisstjórninni

60. fundur
Þriðjudaginn 24. nóvember 1992, kl. 14:30:53 (2555)

     Steingrímur Hermannsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég hlýt að skilja óljós svör hæstv. sjútvrh. þannig að hann sé ekki reiðubúinn að leggja meiri álögur á hátekjumenn og hann sé ekki reiðubúinn að leggja skatt á þá sem eiga mikið sparifé. Ég sagði áðan ,,með skattleysismörkum fyrir almenna sparifjáreigendur``.
    Ég vil gjarnan spyrja til viðbótar, hæstv. sjútvrh.: Væri ráðherrann reiðubúinn að gera harðara átak til þess að fá lækkaða vexti í landinu, t.d. með lækkun raunvaxta hjá ríkissjóði eða með ýmsum öðrum aðgerðum sem til tals hafa komið.