Tilkynning frá ríkisstjórninni

60. fundur
Þriðjudaginn 24. nóvember 1992, kl. 16:00:48 (2570)

     Páll Pétursson (andsvar) :
    Frú forseti. Nú veit ég að hæstv. forsrh. er mikið lipurmenni og þægilegur í allri umgengni, en ég ætlast ekki til þess að hann hlaupi eftir hvaða vitleysu sem aðilar vinnumarkaðarins kunna að fara fram á við hann, enda yrði mikið skóslit hjá honum af því. Ég ætlast ekki til þess og hef aldrei farið fram á það að hann verði við öllu því sem aðilar vinnumarkaðarins kunna að finna upp á. En skynsamlegum ráðum sem þeir koma sér saman um, þjóðþrifaráðum eins og það að lækka vextina um 3%, þeim átti hann að verða við.