Tilkynning frá ríkisstjórninni

60. fundur
Þriðjudaginn 24. nóvember 1992, kl. 21:50:05 (2605)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Frv. um þróunarsjóðinn mun koma fram á eðlilegum tíma og án ástæðulausrar tafar. En vegna þess sem hv. þm. spurði um fjármagnið hygg ég að mitt svar hafi verið alveg skýrt. Allar þær eignir, allt það sem sjóðnum verður lagt til verður hann að standa undir. Hugtakið er ósköp einfalt. Ég þarf ekki að kenna þingmanninum það. Ef þingmaðurinn eignast fyrirtæki, þá eignast hann bæði skuldir og eignir og þá geta menn verið með bæði í mínús og plús eins og þar stendur. Þegar heildardæmið er gert upp þá ber þessum sjóði að innheimta það sem honum er lagt til af sjávarútveginum sem þannig á að standa undir öllu því sem sjóðurinn fær í sinn hlut. Það er ósköp skýrt.