Tilkynning frá ríkisstjórninni

60. fundur
Þriðjudaginn 24. nóvember 1992, kl. 21:52:26 (2607)

     Stefán Guðmundsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hæstv. forsrh. sagði að það væri enginn reddingarbragur á þessum tillögum ríkisstjórnarinnar. Það væri eitthvað annað. En mér er spurn: Hvaða hlutir eru gerðir svo varanlegir í hugmyndum ríkisstjórnarinnar til lausnar á vanda sjávarútvegsins sem skilinn verður eftir með 5--6% tapi? Um

hvað er hæstv. sjútvrh. að tala? Hvernig ætla menn sér að sækja hundruð milljóna króna til þeirrar atvinnugreinar sem skilin er eftir með 5--6% tapi? Hvað eru menn að gera hér? Hér eru menn að búa til nýjan sjóð sem settur er upp og menn hafa gefið nafnið jónasveinasjóður. Mér sýnist það vera rétt.