Tilkynning frá ríkisstjórninni

60. fundur
Þriðjudaginn 24. nóvember 1992, kl. 21:53:39 (2608)


     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég veit ekki alveg hvort það var efni til að svara hv. þm. í þessu sambandi en ég vek athygli á því sem menn hljóta að fara að átta sig á að þessi sjóður er hugsaður þannig að hann liðsinni einmitt sjávarútveginum þegar hans kjör eru kröpp með þessum hætti og hjálpi honum til skilvirkni sem öllum ber saman um þurfi að gera á þessum tíma. Jafnframt er áréttað og tekið fram að sjávarútveginum beri að greiða það til baka þegar betur árar. Það finnst mér algerlega sjálfsagt mál og ég hygg að þingmaðurinn geti verið mér sammála um að það sé ástæðulaust að gefa sjávarútveginum þessa peninga.