Tilkynning frá ríkisstjórninni

60. fundur
Þriðjudaginn 24. nóvember 1992, kl. 23:13:22 (2617)

     Svavar Gestsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég held að annars vegar hafi yfirlýsing hæstv. forseta verið mikilvæg í umræðunni og sömuleiðis sú hugmynd sem kom fram hjá hv. 4. þm. Reykv., sem er auðvitað einföld, í þessu máli að það verði kannað hvort menn eru tilbúnir til að fresta máli sínu til morguns. Ég skil forseta svo og þann mikla velvilja sem hann sýnir þingheimi að þó að hann sé fáorður og gefi litlar yfirlýsingar í þeim efnum, þá muni hann nota næstu mínúturnar meðan menn tala til þess að reyna að leita að eðlilegri lendingu í þessu máli þannig að fundur standi ekki all of lengi fram eftir nóttu þó að menn séu að sjálfsögðu tilbúnir til þess að skipuleggja málin þannig með hæstv. forseta að sem flestir komi

sínum sjónarmiðum að einnig á óvenjulegum tíma sólarhringsins því að mikið liggur við eins og kunnugt er. Ég skil því hæstv. forseta svo að hann muni ganga í málið með eðlilegu hætti núna næstu mínútur.