Húsgöngu- og fjarsala

61. fundur
Miðvikudaginn 25. nóvember 1992, kl. 13:36:47 (2639)

     Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir nál. efh.- og viðskn. um húsgöngu- og fjarsölu. Nefndin hefur fjallað um þetta mál, bæði leitað eftir umsögnum og kallað menn til sín svo sem getið er í nál. 275.
    Nefndin leggur til brtt. við frv. í þremur liðum. Í fyrsta lagi er lagt til að reglur frv. taki ekki til samninga undir 4.500 kr. Frv. hefur að geyma mjög rúmar riftunarheimildir á samningum sem fólk gerir við húsgöngu- og fjarsölu og það er ekki talin ástæða til þess að elta ólar við lægri tölur heldur en 4.500 kr. í þeim efnum.
    Síðan er lagt til að 5. gr. falli brott eins og hún stóð í frv. en þar er gert ráð fyrir að ráðherra gæti sett nánari reglur um neytendavernd í samræmi við þær reglur sem samþykktar yrðu um það efni í framtíðinni innan EES. Þetta þótti kannski óútfylltur víxill sem nefndin taldi ekki rétt að gefa ráðherra í þessu efni þannig að það fellur niður.
    Síðast en ekki síst leggur nefndin til að lögin taki gildi frá og með 1. jan. 1993 en tengist ekki gildistöku samningsins um hið Evrópska efnahagssvæði.