Vernd svæðislýsinga smárása í hálfleiðurum

61. fundur
Miðvikudaginn 25. nóvember 1992, kl. 15:19:19 (2664)

     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég tel að þessi andsvör séu til marks um það að heitið andsvör á þessum dagskrárlið sé rangt. Það þarf að reyna að finna eitthvert annað hlutlaust heiti sem gefi kost á því að gagnrýna og taka undir sjónarmið sem næsti ræðumaður á undan hefur verið með. Ég heyrði ekki betur en í andsvörunum hafi bæði hv. 2. þm. Suðurl. og hv. 11. þm. Reykv. tekið undir þær hugmyndir sem ég var með hér áðan. Ég hef því engu við það að bæta sem þeir sögðu um málið að öðru leyti en því að ég tel augljóst að við í iðnn. þurfum, ef við eigum að skoða þetta áfram eða þeir sem þar eru, að fá stuðning ýmissa aðila, m.a. ráðuneytisins, til þess að vinna upp þau kennslugögn liggur mér við að segja sem eru undirstaða þess að menn treysti sér til þess að taka á málinu. Orðið kennslugögn hef ég frá hv. 2. þm. Suðurl.