Gjald fyrir greiðsluáskorun Húsnæðisstofnunar ríkisins

62. fundur
Fimmtudaginn 26. nóvember 1992, kl. 10:45:50 (2682)

     Fyrirspyrjandi (Guðrún Helgadóttir) :
    Hæstv. forseti. Ég hlýt að fá leyfi til að segja hæstv. ráðherra að bankarnir eru einfaldlega ekkert farnir að senda neinar greiðsluáskoranir innan þriggja mánaða vegna almennra skuldabréfa. Bankarnir eru satt að segja miklu mildari í innheimtu heldur en Húsnæðisstofnun ríkisins og lögmannakostnaður kemur ekki á bankabréf fyrr en eftir 6 eða 12 mánuði hjá almennum viðskiptavinum sem ekki hafa verið uppvísir að meiri háttar fjársvikum þannig að eftir stendur að það eru þyngri kvaðir settar af hálfu Húsnæðisstofnunar heldur en bankanna.