Mótmæli gegn plútonflutningum

62. fundur
Fimmtudaginn 26. nóvember 1992, kl. 11:12:53 (2696)

     Umhverfisráðherra (Eiður Guðnason) :
    Virðulegur forseti. Á fundi umhverfisráðherra Norðurlanda sl. þriðjudag í Kaupmannahöfn gerði ég grein fyrir því að sendiherra Íslands í Noregi hefði afhent sendiherra Japans á Íslandi, sem hefur búsetu í Ósló, orðsendingu þá sem hæstv. utanrrh. hefur gert grein fyrir. Um málið var rætt á fundinum. Niðurstaðan varð sú að umhvrh. Íslands var falið að gera drög að bréfi til umhverfisráðherra Japans sem norrænu umhverfisráðherrarnir munu væntanlega senda í næstu viku.