Fyrirboðar gjaldþrota

62. fundur
Fimmtudaginn 26. nóvember 1992, kl. 11:24:05 (2700)


     Fyrirspyrjandi (Hermann Níelsson) :
    Virðulegi forseti. Er það út í hött, virðulegi dómsmrh., að mælast til þess að gripið verði til fyrirbyggjandi aðgerða með ráðgjöf og leiðbeiningum um aðhald í rekstri fyrirtækja og að hvetja til þess að reynt verði með einhverjum ráðum að skapa þann móral sem stuðlað gæti að fækkun gjaldþrota? Ég vil ítreka mína spurningu til dómsmrh.: Hefur hann fullan vilja til þess að hafa frumkvæði í því að sinna þessum málum með því eftirliti sem ég hef hér hvatt til?