Sjávarútvegssamningur Íslands og EB

63. fundur
Fimmtudaginn 26. nóvember 1992, kl. 11:36:17 (2705)

     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Eins og áður hafði verið tilkynnt hefst nú umræða utan dagskrár samkvæmt fyrri mgr. 50. gr. þingskapalaga. Umræðan er hafin að ósk hv. 8. þm. Reykn. og fjallar um sjávarútvegssamning Íslands og Evrópubandalagsins. Eins og menn minnast hefur málshefjandi 5 mínútur í fyrra skiptið og 2 mínútur í hið síðara. Viðkomandi ráðherra hefur sama tíma, 5 mínútur og síðan 2 mínútur en aðrir hv. þm. og hæstv. ráðherrar hafa 2 mínútur tvisvar sinnum.