Stjórnarskipunarlög

64. fundur
Fimmtudaginn 26. nóvember 1992, kl. 16:39:04 (2759)

     Frsm. minni hluta stjórnarskrárnefndar (Páll Pétursson) (andsvar) :
    Frú forseti. Ég veit ekki hvort ég á að vera að orðlengja mikið um gagnályktanir hv. þm. Mér finnst það vera ómerkilegur útúrsnúningur. Hvers konar merkir þarna náttúrlega þrengjandi en ekki víkkandi hugtak. Þessi orð brott fallin heimila að sjálfsögðu ekki hvaða fullveldisrétt sem er heldur einungis mjög afmarkaðan og takmarkaðan fullveldisrétt. Enda er það tekið fram skýrum stöfum að það þurfi að vera á afmörkuðu sviði.