Stjórnarskipunarlög

66. fundur
Fimmtudaginn 26. nóvember 1992, kl. 18:45:36 (2782)

     Tómas Ingi Olrich (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Þessi túlkun stenst engan veginn vegna þess að 2. gr. stjórnarskrárinnar er grundvallargrein og 21. gr. fjallar um hvernig alþjóðlegir samningar öðlast gildi. Ef menn líta svo á að í þessum samningi sé um að ræða afsal á því valdi sem skilgreint er í 2. gr., þá hljóta menn að gera breytingartillögu á 2. gr. ellegar er þessi málflutningur allur gersamlega tilgangslaus sem ég held að hann sé.