Stjórnarskipunarlög

66. fundur
Fimmtudaginn 26. nóvember 1992, kl. 19:06:56 (2793)

     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vil aðeins ítreka að auðvitað leggur hv. þm. Hjörleifur Guttormsson mér ekki önnur orð í munn en þau sem ég hef sagt. Þau orð sem ég hef sagt standa fyrir sínu. Það sem ég sagði er alveg ljóst og skýrt. Ég var að svara spurningum hv. þm. Ragnars Arnalds.
    Ég sé ekkert óeðlilegt við það þó svo að einhverjar aðrar þjóðir eða þingmenn einhverra annarra þjóða mundu leyfa sér að velta fyrir sér möguleikunum af því hvað kynni að gerast ef t.d. Alþingi Íslendinga staðfesti ekki samninginn. Þó að einhverjir þingmenn annarra þjóðríkja velti því fyrir sér tel ég að þeir væru ekki að reyna að hafa áhrif á Íslendinga eða hvað íslenska þjóðþingið gerði. Mér finnst mjög eðlilegt að menn velti svona hlutum fyrir sér. Mér fannst spurning hv. þm. Ragnars Arnalds mjög eðlileg og ég varð ekki var við annað en hv. þm. þætti þau svör sem ég gaf við spurningu hans eðlileg svör við þeim spurningum sem hann bar fram. Ég ítreka að ekki á að leggja aðrar merkingar í orð manna hér á Alþingi en þær merkingar sem orðunum fylgja.