Stjórnarskipunarlög

66. fundur
Fimmtudaginn 26. nóvember 1992, kl. 19:10:20 (2796)

     Hjörleifur Guttormsson (um þingsköp) :
    Virðulegur forseti. Eitt er það að sjálfsögðu að talað sé um að ljúka umræðu, þá samninga þekki ég ekki. Hitt er það að haga hér störfum, ég vil segja að siðaðra manna hætti og gera hefðbundið hlé á þingfundi þó svo hann haldi áfram að kvöldmatarhléi loknu. Það eru eindregin tilmæli mín til forseta að það verði gert. Ég skil ekki hvaða kostum ég á að sæta að tala nánast á fastandi maga um þetta mikilsverða mál.