Stjórnarskipunarlög

66. fundur
Fimmtudaginn 26. nóvember 1992, kl. 23:07:18 (2821)

     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég lít á þetta svar á þann veg að hv. 3. þm. Reykv. ætli að lesa íslensku stjórnarskrána að eigin dómgreind og eigin mati og gera það upp við sig í einrúmi hvort hann telji þetta frv. innan þess ramma sem hún leyfir. Hann ætli sér ekki að skýla sér á bak við nein sérfræðiálit út í bæ í þeim efnum. Ég fagna þeirri afstöðu því ég veit að hv. þm. mun gefa sér góðan tíma til að hugleiða það í einrúmi.