Stjórnarskipunarlög

67. fundur
Mánudaginn 30. nóvember 1992, kl. 14:28:35 (2832)

     Frsm. minni hluta stjórnarskrárnefndar (Ragnar Arnalds) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ef ekkert ákvæði væri í stjórnarskrá okkar um þjóðaratkvæðagreiðslu, hún væri ekki nefnd þar á nafn, hefði aldrei farið fram á Íslandi og ekki væri gert ráð fyrir henni í lögum okkar væri kannski hægt að halda því fram að hún væri utan við okkar stjórnskipunarhefð. En þessu er öðruvísi varið. Þjóðaratkvæðagreiðslur hafa nokkrum sinnum farið hér fram og það að stjórnarskráin skuli einmitt gera ráð fyrir slíku úrræði í tveimur mikilvægum tilvikum sýnir að stjórnarskrárgjafinn hefur á sínum tíma talið það vera eðlilegt úrræði. Þess vegna eru tillögur okkar í fullu samræmi við það sem áður hefur verið gert og ákveðið í þessu efni.