Stjórnarskipunarlög

67. fundur
Mánudaginn 30. nóvember 1992, kl. 16:03:09 (2850)

     Frsm. meiri hluta stjórnarskrárnefndar (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Aðeins stuttlega í þessu sambandi. Hversu víðtækt á þetta umboð að vera sem hv. þm. eiga að fá í kosningum? Á það að ná til löggjafarstarfsemi almennt? Á það t.d. að hafa það í för með sér að menn geti ekki sett hér nýja löggjöf um ýmsar réttarbætur til handa fólki, eins og nýtt hjúskaparfrv. sem liggur nú fyrir hinu háa Alþingi? Mér er spurn.