Ríkisreikningur 1990

68. fundur
Miðvikudaginn 02. desember 1992, kl. 15:24:27 (2877)

     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég veit ekki hvort það er rétt að ég svari fyrirspurninni því hér í salnum er fyrrv. fjmrh. Staðreyndin er sú að Alþingi ákvað að gera þetta með þessum hætti. Það var tillaga þáv. fjmrh. að það yrði ekki gert, en Alþingi, sem hefur auðvitað úrslitavald í þessum efnum eins og öðrum, ákvað að þetta yrði gert og þess vegna var það gert. Þetta er hluti og lýsandi dæmi um þá deilu sem fram hefur farið á milli annars vegar fjmrn. og hins vegar Ríkisendurskoðunar og í seinni tíð fjárln. Þetta er hluti af því sem hv. 8. þm. Reykn. hefur stundum lýst í þingsölum og utan þingsala. Ég hélt að með ræðu minni hefði ég greinilega sagt að við erum að vinna að því að ná sameiginlegri niðurstöðu í þessum málum þannig að í lok næsta árs ætti ekki neinn að þurfa að velkjast í vafa um það hvernig eigi að setja fram og afgreiða fjárlög, fjáraukalög og ríkisreikning.