Stjórnarskipunarlög

69. fundur
Fimmtudaginn 03. desember 1992, kl. 13:51:51 (2929)


     Eggert Haukdal :
    Virðulegi forseti. Það blasir við nú í augnablikinu eftir að Kvennalistinn og Framsfl. hafa skipt sér upp í fylkingar með og á móti frv. um Evrópska efnahagssvæðið að það verði senn að lögum. Afdrif þeirrar tillögu sem hér liggur fyrir til atkvæðagreiðslu virðist ekki lengur skipta máli á þeim bæjum, svo mikil er orðin sóttin til EES. Besta jólagjöfin til íslensku þjóðarinnar auk þess að losna við atvinnuleysið hefði hins vegar verið sú að frv. um Evrópska efnahagssvæðið hefði verið fellt nú rétt fyrir jólin. Í trausti þess að það mál sem hér liggur fyrir til ákvörðunar verði gaumgæfilega skoðað og að ríkisstjórnin og allir hv. alþm. noti nú vel aðventutímann til að hugsa sitt mál, þá segi ég já.