Stjórnarskipunarlög

69. fundur
Fimmtudaginn 03. desember 1992, kl. 13:56:29 (2932)

     Kristín Einarsdóttir :
    Frú forseti. Að mínu mati er ekki nokkur vafi á því að ekki er hægt að samþykkja samninginn um Evrópskt efnahagssvæði að óbreyttri stjórnarskrá. Ég harma því að meiri hluti stjórnarskrárnefndar skyldi komast að þeirri niðurstöðu að þetta frv. sé best geymt hjá ríkisstjórninni sem ætlar að þröngva samningnum um Evrópska efnahagssvæðið hér í gegnum þingð þrátt fyrir þá staðreynd að flestra mati að hann stríði gegn stjórnskipun íslenska lýðveldisins. Ég segi nei.