Samkeppnislög

69. fundur
Fimmtudaginn 03. desember 1992, kl. 14:38:46 (2945)

     Vilhjálmur Egilsson (um atkvæðagreiðslu) :
    Virðulegi forseti. Þessi kafli er óhjákvæmilegur hluti af frv. og öll nefndin hefur unnið að brtt. við þessar greinar og tekið þátt í að bæta þær óháð því hvort einstakir nefndarmenn hafi lýst því yfir að þeir séu á móti samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði og muni greiða atkvæði gegn kaflanum sem slíkum. Og eins og var getið um hér áðan, þá mun þessi kafli ekki taka gildi nema samningurinn verði staðfestur. Engu að síður er nauðsynlegt að afgreiða þessar brtt. og þennan kafla samhliða því að þetta frv. er afgreitt.
    Ég tel ekki að ég sé á neinn hátt að ganga gegn íslensku stjórnarskránni sem þingmaður þótt ég bæði samþykki samninginn um hið Evrópska efnahagssvæði og eins samþykki þennan kafla. Ég tel þvert á móti að þau gagnkvæmu réttindi sem í þessum ákvæðum samningsins felast styrki okkar fullveldi og færi okkur réttindi á erlendri grund langt umfram það sem við veitum í staðinn.