Samningar við EB um fiskveiðimál

69. fundur
Fimmtudaginn 03. desember 1992, kl. 18:44:12 (2981)

     Halldór Ásgrímsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég skal heldur ekki halda áfram þessu karpi. Ég hef komið mínum sjónarmiðum mjög skýrt á framfæri. En ég vil benda hæstv. utanrrh. og hæstv. sjútvrh. á eina staðreynd. Verðmæti karfans er nokkurn veginn það sama allt árið. Verðmæti loðnunnar fer lækkandi eftir því sem líður á vertíð. Það er ekki gert ráð fyrir því að þessi loðna veiðist í upphafi vertíðar heldur í lok vertíðar. Ég er viss um að verðmæti þessarar loðnu verður orðið mun minna í lok yfirstandandi vertíðar en verðmætið er núna.
    Að sjálfsögðu á að taka tillit til þessarar staðreyndar þegar þessi mál eru metin. Það er ekki tekið tillit til hennar í þeim stuðlum sem hér hefur verið vitnað til.
    Það má vel vera að rætt hafi verið við marga ágæta menn um þetta mál en ég minni hæstv. utanrrh. á að ég kannast ekki við að haft hafi verið samráð, a.m.k. ekki við sjútvn. þingsins, um þetta mál.