Samningar við EB um fiskveiðimál

69. fundur
Fimmtudaginn 03. desember 1992, kl. 18:54:53 (2990)

     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) :
    Virðulegur forseti. Ég tek undir það með hæstv. sjútvrh. að það er ekki komið að því enn þá. Ég verð hins vegar að biðja hv. þm. forláts að ég skil ekki spurninguna. Ég skil spurninguna einfaldlega ekki. Er hún um það hvernig eigi að taka málið upp ef nýta á réttinn t.d. vegna þess að loðnukvótunum hefur ekki verið úthlutað eða þeir eru minni en Grænlendingar þurfa til þess að hin gagnkvæmu skipti gangi upp?
    Það gerist einfaldlega með því að þetta er réttur skráður samkvæmt þessum samningi og hvor samningsaðilinn getur leitað eftir því að taka upp viðræður samkvæmt þeim ákvæðum og það eru engir baksamningar um það með hvaða hætti það gerist og þarf ekki mjög flóknar útskýringar á því.