Samningar við EB um fiskveiðimál

69. fundur
Föstudaginn 04. desember 1992, kl. 00:06:39 (3018)

     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég geri ráð fyrir því að hv. þm. eigi við eftirlit með lönduðum afla í erlendum höfnum. Svarið við því er að finna í fylgiskjölum með þáltill. þar sem taldar eru upp eru þær hafnir sem eru sérstaklega tilgreindar sem heimilaðar löndunarhafnir. Það eru hefðbundnar hafnir sem íslenskir aðilar viðurkenna þar sem íslensk skip hafa landað afla og þar sem reynsla hefur sýnt að aflaskýrslum er að treysta, enda í mörgum tilvikum um að ræða íslenska aðila sem geta staðreynt það. ( StG: Það segir ekkert um spurninguna.) Það svarar spurningu hv. þm. vegna þess að með þeim hætti er gengið frá því hvernig upplýsingar berast sem við treystum um landaðan afla í erlendum höfnum.