Afgreiðsla mála fyrir jólahlé

70. fundur
Föstudaginn 04. desember 1992, kl. 11:17:12 (3054)

     Forseti (Valgerður Sverrisdóttir) :
    Það var einmitt til þess að koma einhverju áfram sem forseti hugðist taka 2. og 3. dagskrármál fyrir nú. Þar sem ekki er útlit fyrir að það verði miklar umræður um 2. dagskrármálið þá hefði verið hægt að láta fara fram atkvæðagreiðslu um það mál. Síðan er 3. dagskrármálið aðeins atkvæðagreiðsla um að vísa máli til nefndar. Forseti vill því endurtaka beiðni sína til hv. þm. um að þessi háttur megi vera hafður á.