Skattamál

73. fundur
Þriðjudaginn 08. desember 1992, kl. 19:50:36 (3159)

     Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Því miður er ég ekki búin að yrkja um fjmrh. en ég ætlaði aðeins að tala um lúxusskatta. Það er vissuleg rétt að það er erfitt að skilgreina hvað eru lúxusskattar. Það má kannski segja að virðisaukaskatturinn hér á landi sé hálfgerður lúxusskattur því að hann er svo hár. Það sem þetta mál snýst um er auðvitað það að skattleggja neysluna og ná með þeim hætti til þeirra sem hafa meiri peninga handa á milli. Það eru auðvitað til ýmsar skilgreiningar á þessu erlendis en mér verður starsýnna á það sem karlarnir nota frekar en konurnar. Þá er ég að hugsa sérstaklega um stóra bíla og alls konar rafmagnstæki sem þeir eru veikir fyrir. Mér finnst það vera lúxus en það getur vel verið að þeim finnist það ekki. ( Gripið fram í: Herkostnaður.) Já, það er herkostnaður þeirra, það er satt. En málið snýst sem sagt um þetta, hvernig hægt er að skattleggja neysluna þannig að þeir borgi sem meira hafa.