Afgreiðsla fjárlagafrumvarps

74. fundur
Miðvikudaginn 09. desember 1992, kl. 14:04:10 (3190)

     Páll Pétursson :
    Frú forseti. Það getur vel verið að forseti þykist ekki þurfa að hafa neitt samráð um þinghaldið við formenn þingflokka eða við þingflokkana og þingið geti flotið áfram stjórnlaust eins og ríkisstjórnin gerir en ef þingstörfin eiga að vera skilvirk þá held ég að það væri nú skynsamlegra að reyna að efna til einhverrar samstöðu um framhald þingstarfa í þessari lotu.