Almannatryggingar

76. fundur
Fimmtudaginn 10. desember 1992, kl. 00:31:20 (3231)

     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Ef 15% eru 900 kr., virðulegi þingmaður, hvað eru þá 25%? Er það ekki nokkuð fjarri því sem hv. þm. var nú að reikna út á kné sér hér við borðið? Ég mundi biðja hv. þm. að vanda svolítið betur prósentureikninginn áður en hv. þm. fer að fullyrða að upplýsingarnar sem hún er að veita, séu betri heldur en þær sem veittar eru af starfsmönnum heilbrrn. og almannatrygginga, sem vinna daglega með þessi mál. ( ISG: Grunnurinn er byggður á tölu frá aðstoðarmanni ráðherra, 2.650 kr.)