Almannatryggingar

76. fundur
Fimmtudaginn 10. desember 1992, kl. 00:35:30 (3234)

     Finnur Ingólfsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég tek undir það með hæstv. ráðherra að við skulum vanda okkur í fullyrðingum í þessum efnum, skoða það hins vegar alveg ofan í kjölinn. Þessari umræðu verður eftir því sem ég veit best frestað innan skamms og ekki síst er það nauðsynlegt að hv. heilbr.- og trn. athugi málið mjög gaumgæfilega vegna þess að það er alveg hárrétt sem hæstv. heilbr.- og trmrh. segir að séu þessar tölur réttar, þá eru áhrifin af þeim aðgerðum sem hér er verið að grípa til miklu víðtækari heldur en menn hafa gert sér grein fyrir. Því er full ástæða til að málið sé kannað mjög nákvæmlega og ég tek undir það með hæstv. ráðherra.