Fjárlög 1993

78. fundur
Fimmtudaginn 10. desember 1992, kl. 18:10:57 (3287)

     Stefán Guðmundsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Heyrði ég það rétt að ríkisstjórnin hefði ákveðið að leggja af störf hreppsstjóra sem fram að þessu hefðu m.a. sinnt því, eins og kom fram í máli hv. þm., að hafa umsjón með því að skrá áhafnir á báta og skip og einnig að veita dánarvottorðum viðtöku og ætlun ríkisstjórnarinnar væri að færa þessi verkefni á hendur dýralæknum? Ég mótmæli slíku og ég trúi ekki að það geti verið þingmeirihluti fyrir slíkri gerð.